Tjáningarfrelsi – aðeins þegar þér hentar?

„Er þetta tjáningarfrelsið sem hægrið metur svo mikils?“ spurði einhver á samfélagsmiðlum í vikunni.

Ástæðan? Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Pete Hegseth, skipaði ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla hermanna og starfsmanna. Safna saman nöfnum þeirra sem fögnuðu, gerðu lítið úr morðinu á Charlie Kirk eða sýndu fjölskyldu hans virðingarleysi. „Þeim skal refsað,“ voru skilaboðið. Þegar NBC spurði nánar, var svarið stutt: við fylgjumst með og grípum inn í tafarlaust.

Og nú allt í einu er „góða fólkið“ farið að tala um tjáningarfrelsi.

  • Núna er það orðið dýrmætt.
  • Núna er það orðið nauðsynlegt.
  • Núna er það brotið niður af valdinu.

En hvar var þetta sama fólk þegar aðrir misstu vinnuna fyrir „rangar“ skoðanir eða útskúfað úr samfélaginu?
Hvar var hávaðinn þegar fólk var cancelað og kastað fyrir ljónin á samfélagsmiðlum?
Þá var það ekki áfall heldur sjálfsagt — jafnvel talið réttlæti.

Kjarni málsins er einfaldur:

  • Þegar valdinu er beitt gegn íhaldsfólki er það „nauðsynlegt.“
  • Þegar valdinu er beitt gegn góða fólkinu er það „óásættanlegt.“

Tvöfalda siðgæðið blasir við.

En það er meira. Sumir reyna að réttlæta morðið með því að vísa í afstöðu Kirk til vopnaeignar. Hann studdi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að eiga byssur – til að verja heimili sitt og fjölskyldu. Það er grundvallarhugsunin í 2. viðauka stjórnarskrárinnar.

Andstæðingar hans snúa þessu á haus: „Hann bað um þetta.“
Það er jafn fráleitt og að segja að sá sem styður ökurétt beri ábyrgð á hryðjuverkum þar sem bíll er notaður til að drepa.

Charlie Kirk sagði aldrei að fólk ætti að ganga út á götu með vopn til að drepa. Hann talaði um rétt fólks til að verja sig. Að hunsa þann mun er ekki rökræða heldur pólitískt hatur.

Og við skulum hafa eitt á hreinu:
Charlie Kirk var ekki rekinn úr vinnu.
Hann var ekki bannaður á samfélagsmiðlum.

Hann var myrtur. Fyrir skoðanir sínar.

Tjáningarfrelsi er ekki skjól aðeins fyrir sjálfan þig. Það er fyrst og fremst vernd fyrir þann sem þú ert ósammála.
Ef þú notar það aðeins þegar það hentar þér, ertu ekki að verja tjáningarfrelsi. Þú ert bara að verja eigin forréttindi.

Við þekkjum dæmin nær okkur. Hér á landi hafa einstaklingar verið dregnir til saka fyrir skoðanir sínar. Í Evrópu hafa dómstólar fangelsað borgara fyrir orð sem talin eru „óviðeigandi.“ Þetta er þróun sem allir ættu að hafa áhyggjur af – sama hvaða skoðanir þeir hafa.

Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú fagnar því að aðrir séu þaggaðir.
Næst getur komið að þér – og þá verður enginn eftir til að verja þig.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 47
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 730
  • Frá upphafi: 9224

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband