Frétt eða áróður?

Ungur tveggja barna faðir var skotinn til bana í gær, á sviði í Utah fyrir framan þúsundir áhorfenda. Nafn hans var Charlie Kirk. Harmleikur, sama hvaða skoðanir menn kunna að hafa haft á honum. En hvernig fjalla íslenskir fjölmiðlar um þetta?

Vísir birtir grein sem ber yfirskriftina „Hver var Charlie Kirk?“ – en í stað þess að gefa lesendum raunhæfa mynd af manni sem hafði mikil áhrif á milljónir ungra kjósenda í Bandaríkjunum, er textinn nýttur sem pólitískt áróðursvopn.

Það sem stendur eftir er ekki lýsing á manneskju, lífshlaupi hennar eða þeirri spurningu af hverju svona margir litu upp til hans. Nei – það sem stendur eftir er löng upptalning á „samsæriskenningum“, „ósannindum“, „rasískum skoðunum“ og öllu því sem höfundur vill hengja á hann. Engar frumheimildir, engar tilvitnanir í samhengi – aðeins gildishlaðinn texti sem dregur upp eins neikvæða mynd og hægt er.

Það er ekki hlutverk fjölmiðla að „elska“ eða „hata“ þá sem þeir fjalla um. En það er hlutverk þeirra að reyna að setja atburði í samhengi. Í þessu tilfelli hefði verið eðlilegt að spyrja:

  • Hvers vegna tókst Kirk að byggja upp eitt stærsta ungliðanet í bandarískum stjórnmálum?
  • Hvað var það í hans boðskap sem laðaði að sér milljónir ungra kjósenda?
  • Hvernig náði hann að verða einn áhrifamesti álitsgjafi íhaldsmanna í Bandaríkjunum, aðeins þrítugur?

Þessar spurningar eru ekki spurðar. Þess í stað er dauði hans notaður til að ýta undir ákveðna pólitíska mynd: að sá sem hefur kristin- og fjölskyldu gildi, trú á hefðir og stendur með Trump sé í grunninn öfgamaður og hættulegur.

Væri sama nálgun notuð um vinstri leiðtoga? Getum við ímyndað okkur að ef ungur umhverfisleiðtogi, t.d Greta Thunberg hefði verið myrt, væri minningargreinin römmuð inn með upptalningu á öllu því sem hún hefði sagt sem hægt væri að túlka sem villandi eða öfgakennt? Við vitum svarið.

Þessi tvöfalda siðferðiskrafa, þessi skrumskæling – er ástæðan fyrir vantrausti á fjölmiðlum. Fólk sér í gegnum þetta. Það veit að þegar dauði manns er ekki notaður til að sýna siðferði, samvisku og mannlega hlið, heldur sem tækifæri til að hnýta í pólitíska óvini, þá erum við ekki að lesa frétt heldur áróður.

https://www.visir.is/g/20252774102d/hver-var-charli-e-kirk-?fbclid=IwY2xjawMvoU5leHRuA2FlbQIxMABicmlkETA2NEJ1UzRHTFpxcVR5anJIAR7GZ0kaAi8tNz_gwcHchVuo4VNN-RbkePECfsaVoVZ7310KybfGtZZplekQCg_aem_0134D_s0SMUuVawbOTDfuQ


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

RúV laug bara allskonar vitleysu.

Ekkert að marka.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2025 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 146
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 611
  • Frá upphafi: 8959

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 475
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband