Refsiaðgerðir sem bitna á Íslandi

Sama dag og palestínskir hryðjuverkamenn drápu sex borgara í Jerúsalem og særðu átta til viðbótar, var íslenskur utanríkisráðherra önnum kafinn við að kynna aðgerðir sem áttu að „refsa“ Ísrael. Aðgerðir sem, að eigin sögn ráðherrans, munu ekki hafa nein áhrif á Ísrael. En þær eiga víst að sýna „vilja“.

Það sem gleymist í þessari sýndarmennsku er einfalt: Ísrael verður ekki fyrir tjóni – en Ísland gæti orðið það.

Utanríkisráðherra talar eins og hún sitji við hlið stórveldanna í Öryggisráðinu og geti lagt Miðausturlöndum línurnar beint úr skrifstofu í Reykjastræti. Þetta mikilmennskubrjálæði, að halda að táknræn refsimennska frá smáríki með 400 þúsund manns hafi bæði viðskiptalegt vægi og pólitískt bit, er ekki annað en sjálfsskaði. Ísraelsmenn halda áfram sínum aðgerðum óáreittir, en Ísland stendur eftir sem smáríki sem vill sýna sig og sanna á kostnað sjálfs síns.

Viðskiptin skipta líka máli. Ísrael flytur til okkar hátækni, lyf og vörur sem nýtast almenningi. Að setja slíkt í hættu til þess eins að senda „merki“ sem enginn tekur alvarlega er ekki utanríkisstefna – heldur sjálfsskaði.

Það er aldrei hugsað til framtíðar. Stríðinu lýkur. Nýir aðilar taka við, bæði hér og í Ísrael. Brýr sem hefðu getað nýst verða brenndar. Ísland situr eftir á hliðarlínunni, með laskað orðspor og enga rödd, ekki aðeins í friðarviðræðum, heldur líka í viðskiptum, tækniþróun, öryggismálum og öðrum alþjóðlegum samskiptum sem skipta máli fyrir framtíð okkar.

Ef markmið íslenskrar utanríkisstefnu og utanríkisráðherra er að safna óvinum, skaða eigin viðskipti og tryggja að Ísland hafi ekkert að segja þegar friður rís að nýju – þá er hún á réttri leið.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á meðan er kortleggja "mótmælendur" í Svíþjóð hvar ráðmenn halda heimili svo hægt sé að taka þá úr umferð séu þeir ekki Hamas leiðitamir

Carl-Oskar Bohlin förföljd av Palestinademonstranter | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 9.9.2025 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 75
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 501
  • Frá upphafi: 8698

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband