Þegar fyrirvarinn gleymist – tvískinnungur fjölmiðlanna

Þessi frétt birtist í dag á mbl.is um myndskeið sem vopnaður armur Hamas birti. Þar glittir í ísraelskan gísl, numinn 7. október 2023, sem segist vera á lífi í Gasa og myndskeiðið tekið 28. ágúst. Í fréttinni stóð neðst:

„AFP-fréttastofan er ekki búin að sannreyna myndskeiðið eða hvenær það var tekið upp.“

Þessi spruning á reyndar alltaf rétt á sér. En, af hverju leggja fjölmiðlar svo mikla áherslu á að undirstrika að ekki hafi tekist að sannreyna myndskeið þegar það gæti stutt Ísrael, en þegar Hamas dreifir áróðursefni sínu eru myndir, myndbönd og tölur birtar á forsíðum án minnsta fyrirvara? Slíkt er ekki hlutlæg fréttamennska heldur tvískinnungur og meðvirkni með áróðri.

Spurningar sem aldrei eru spurðar

Þegar MBL skrifar: „AFP-fréttastofan er ekki búin að sannreyna myndskeiðið eða hvenær það var tekið upp,“ er það áminning um varkárni. En hvers vegna birtast svona fyrirvarar aldrei þegar Hamas fær að miðla sínum frásögnum?

Við sjáum það aftur og aftur:

  • BBC (2025): Heimildarmynd sýndi son háttsetts Hamas-liða sem óháðan vitnisburð um líf barna í Gasa. Áhorfendur fengu ekki að vita af tengslum drengsins við Hamas. Enginn fyrirvari birtist, þó BBC viðurkenndi síðar að þetta bryti gegn eigin reglum um hlutleysi.
  • Reuters (2024): Myndefni úr leikmynd var kynnt sem raunverulegur harmleikur í Gaza. Það reyndist fölsun, en samt héldu önnur Hamas-myndbönd áfram að dreifaast inn í fréttir án spurninga.
  • „Pallywood“: Sviðssettur áróður frá hryðjuverkasamtökunum Hamas hefur verið þekktur í mörg ár. Samt virðist gleymast að bæta við fyrirvörum þegar slíkt efni er birt í dag.
  • Mannlegur skjöldur: Hamas hefur notað sjúkrahús, skóla og saklausa borgara sem skjöld, staðreynd sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest. Þó heyrist þetta í fréttum aðeins þegar ekki er hjá því komist, og þá sem hliðarathugasemd.

Íslenskir miðlar eru ekki undanskildir. Hversu oft sjáum við myndir frá Gasa birtar á RÚV eða Vísi án skýringa á því hver tók þær, undir hvaða aðstæðum eða hvort þær hafa verið sannreyndar?

Niðurstaðan er sú sama: Tvær reglur gilda. Efnið sem gæti stutt Ísrael fær fyrirvara. Efnið sem styður Hamas fær frían aðgang.

Er þetta satt eða áróður?

Þessi spurning á alltaf rétt á sér. Hún á ekki bara að vakna þegar birtist efni sem styður Ísrael, heldur líka þegar Hamas fær að dæla áróðri sínum óhindrað inn í heimsfjölmiðla. Lesendur eiga ætíð að spyrja: Er þetta satt, eða er þetta áróður?

 


mbl.is Tveir ísraelskir gíslar á Gasa í myndskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.9.): 44
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 8392

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband