Saga endurtekur sig

Þegar kommúnistar komust til valda í Kína var það ekki með skotum eða sprengjum, heldur með hugmyndum. Hugmyndum sem sögðu að fátækt yrði upprætt, óréttlæti leiðrétt og nýtt samfélag byggt þar sem allir væru jafnir. Margir trúðu þessu, en úr varð verstu hörmungar 20. aldarinnar.

Aðferðafræðin:

  • Skilgreina óvininn – Í Kína voru það landeigendur og „farsælt viðskiptafólk“. Í dag eru það mengandi fyrirtæki, „hægri öfgamenn“, Trump, eða allir sem efast um ESG, DEI, Trans, hlýnun jarðar og Stakeholder Capitalism.
  • Nota ungmenni sem verkfæri – Í Kína voru Rauðu varðliðarnir sendir út: þ.e. skólakrakkar sem brenndu bækur, niðurlægðu kennara og gerðu háskólana að vígvelli. Í dag sjáum við svipað mynstur: mótmæli í háskólum, óeirðir á götum, árásir á samfélagsmiðlum, slagorð sem koma ekki frá rökhugsun heldur innrætingu og heilaþvætti.
  • Bæla niður skynsemi – Í Kína var almenn rökhugsun og hefðbundin viska stimpluð sem „afturhaldssemi“. Í dag sjáum við aftur sama mynstur: ef þú spyrð spurninga eða notar skynsemi gegn ráðandi hugmyndafræði færðu á þig stimpil – eða jafnvel ofbeldi.
  • Miðstýra valdinu – Í Kína var það kommúnistaflokkurinn sem tók algjört vald yfir samfélaginu og heldur því enn. Í dag eru það stórfyrirtæki, fjármálarisar og alþjóðastofnanir sem með reglugerðum, fjármagni og áhrifum móta stefnu án raunverulegrar lýðræðislegrar umræðu.

Skólarnir sem vopn

Þegar kennslustofurnar breytast í vettvang áróðurs er framtíðin í hættu. Skólar eiga að efla gagnrýna hugsun en ekki þjálfa blindna undirgefni. Í Kína voru Rauðu varðliðarnir lifandi sönnun þess að þegar ungdómurinn er gerður að vopni kerfisins er enginn öruggur. Í dag sjáum við svipaða aðferð: ungir mótmælendur eru hvattir áfram, ekki til að hugsa sjálfstætt og rökrétt, heldur til að fylgja fyrirfram skrifuðu handriti.

Almenn skynsemi hunsuð

Í dag er talað um „að hlusta á vísindin“, en aðeins þau vísindi sem styðja við þessa pólitísku línu og réttrúnað.
Í dag er talað um „að vera á réttum stað í umræðunni“, en aðeins ef þú samþykkir að fylgja leikreglunum.
Almenn skynsemi, rökhugsun og gagnrýni er stimpluð sem „hættuleg“ eða gamaldags.

Saga endurtekur sig.

Það sem byrjaði í Kína með loforðum um réttlæti og jöfnuð endaði í kúgun, hungri og dauða milljóna.
Í dag sjáum við sömu uppskrift endurtekna, í Davos, í háskólum, í hugmyndafræði og á götum stórborga.

Spurningin er einföld: Ætlum við að læra af sögunni – eða látum við sömu hugmyndafræði keyra aftur yfir okkur, nú í glansbúningi réttrúnaðar 21. aldarinnar?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 60
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 495
  • Frá upphafi: 8257

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband