Kommúnismi í nýjum búningi?

Á stóru auglýsingaskilti í New York stendur svart á hvítu: 100 ár – 100 milljónir hafa dáið.
Tölurnar segja sitt:

  • Kína: 65 milljónir
  • Sovétríkin: 30 milljónir
  • Kambódía: 2 milljónir
  • Norður-Kórea: 2 milljónir
  • og áfram mætti telja…

Þetta er arfleifð kommúnisma. Hugmyndafræði sem lofar jafnrétti og réttlæti, en hefur bara skilað dauða, hungri og kúgun.

Falleg orð, sömu afleiðingar

En hvað sjáum við í dag? Hugmynd sem kallast Stakeholder Capitalism. Hún er kynnt af World Economic Forum, þar sem Larry Fink, forstjóri BlackRock, hefur tekið við keflinu af Klaus Schwab, sem mótaði hugmyndina upphaflega. Hún er kynnt sem björt framtíðarsýn: fyrirtæki sem á pappírnum hugsa ekki um hagnað heldur samfélagið, umhverfið og „framtíð mannkyns“.

Hver getur verið á móti því?
Svarið er: allir sem þekkja söguna.

Því undir yfirborðinu er þetta ekkert annað en sama uppskriftin og áður:

  • Elítan ákveður hvað er „gott“ fyrir þig.
  • Einstaklingsfrelsinu er fórnað fyrir „sameiginlega hagsmuni“.
  • Lýðræði verður formsatriði, ákvarðanir eru teknar í lokuðum fundarherbergjum.

Sögulegar hliðstæður

  • Í Sovétríkjunum var það „almenningur“ sem átti að njóta góðs, en einstaklingurinn var einskis virði.
  • Í Kína var það „sameiginleg gildi“ sem átti að leiða til hagsældar, en niðurstaðan var hungursneyð og milljónir dóu.
  • Í dag er það ESG, DEI og „stakeholders“ sem eiga að leiða til betri heims, en útkoman verður sú sama og áður: miðstýrt vald, skert frelsi og forréttindi fárra.

100 milljónir – lærum við aldrei?

Við þurfum ekki fleiri tilraunir með líf fólks.
Við þurfum ekki að fleiri hugmyndafræðingar sem segja okkur að „núna verður þetta öðruvísi“.
Sagan hefur þegar sýnt hvernig það endar.

100 milljónir mannslífa minna okkur á eitt: að falleg orð geta falið grimmd.

Nú heitir það ekki lengur „kommúnismi“. Það er orðað fallega undir heitinu „Stakeholder Capitalism“.
Spurningin er:
Ætlum við virkilega að ganga aftur inn í sömu gildru – bara vegna þess að hún er kynnt í glansbæklingi frá Davos?

Punktur

Þeir sem trúa því að hægt sé að miðstýra heiminum í nafni góðs málstaðar ættu að líta á veggspjaldið í New York.
Það segir allt sem segja þarf.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 67
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 8173

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 337
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband