Laugardagur, 23. ágúst 2025
Þegar siðferðisboðskapurinn er keyptur
Við höldum oft að samfélagsumræða sé lifandi og sjálfsprottin. Að mótmæli, slagorð og nýjar hugmyndir spretti upp úr grasrótinni, beint frá fólkinu. Að ný stefna sem fær pláss í skólum, fjölmiðlum eða kirkjum sé afrakstur hugsjónar.
En hvað ef þetta er ekki alltaf satt?
Tökum dæmið af Epískópalkirkjunni í Bandaríkjunum. Biskup Mariann Budde var gerð að hetju í fjölmiðlum þegar hún gagnrýndi Donald Trump í predikun við embættistöku hans og talaði um skyldu Bandaríkjanna til að taka á móti flóttamönnum. Anti-Trump fylkingin klappaði hér er rödd siðferðisins.
En undir yfirborðinu var annað. Kirkjan hennar fékk 53 milljónir dollara úr ríkissjóði árið 2023 til að flytja inn 3.600 einstaklinga. Því fleiri sem komu, því meiri tekjur. Þetta var ekki sjálfboðaliðastarf né trúarleg fórn heldur viðskiptamódel.
Þetta er ekki einstakt dæmi. Það lýsir mynstri sem við sjáum víða: siðferðisleg predikun er fjármögnuð, keypt og stjórnað.
NGO-kerfið og alþjóðlegir sjóðir
Stór samtök sem segjast berjast fyrir réttlæti og mannréttindum eru í raun háð styrkjum frá ríkjum, Sameinuðu þjóðunum, stórfyrirtækjum og milljaraðmæringum. Þau tala hátt gegn hefðbundnum gildum, á meðan þau þegja vandlega um fjármögnunina sem heldur þeim gangandi. Almenningur veit sjaldnast hver fjármagnar þetta, og það er ekki tilviljun heldur hluti af leikreglunum.
Menntakerfið
Nýjar hugmyndir sem ryðja sér til rúms í skólum, kynjafræði, DEI hugmyndafræði, endalausar nýjungar í námskrám, eru sjaldnast sprottnar frá kennurum eða foreldrum. Þær koma oftar en ekki úr skýrslum sem eru styrktar af alþjóðastofnunum eða ráðgjafarfyrirtækjum sem græða á því að innleiða þær. Þannig er hugmyndafræðin ekki byggð á reynslu grasrótarinnar, heldur á reikningum sem einhverjir aðrir skrifa undir.
Fjölmiðlarnir
Við sjáum sömu slagorð endurtekin í mörgum miðlum samtímis. Þetta er ekki tilviljun heldur skipulögð fjármögnun. Í Evrópu renna milljónir evra ár hvert frá framkvæmdastjórn ESB til fjölmiðla sem eiga að auka traust á Evrópusambandinu. Í Bandaríkjunum er sama mynstur: fact-checking verkefni fjármögnuð af stóru tæknifyrirtækjunum, sem ákveða óbeint hvað megi telja satt og hvað ekki. Þannig verða fjölmiðlar ekki rödd fólksins, heldur hátalarar þeirra sem borga.
Þannig er það ekki endilega vilji fólksins sem hljómar í umræðunni, heldur skipulögð fjármögnunaráætlun, teiknuð upp á skrifstofu embættismanna eða stórfyrirtækja sem hafa ekki lýðræðislegt umboð frá almenningi.
Það er gríðarlegur peningur í sundrungum og átökum. Því meira sem samfélagið klofnar, því auðveldara er að réttlæta nýja styrki, meiri fjárframlög og meiri völd fyrir þá sem leysa vandann.
Kjarninn
Við erum blekkt til að halda að slagorð séu rödd fólksins. En alltof oft eru þau skrifuð í styrkbeiðni eða samningsskjali.
Sama hvort það heitir mannúð, réttlæti eða ný stefna, ef við fylgjum peningnum sjáum við að markmiðið er ekki kærleikur né sannleikur. Það eru peningar og völd.
Og eins og dæmið með biskupinn sýnir svo skýrt:
Predikun á stólnum dollarar í vasann.
Næst þegar þú sérð nýtt slagorð, nýja stefnu eða siðferðislega predikun sem öllum ber að fylgja ekki segja strax að þetta hljómi fallega eða göfugt. Spyrðu: hver borgar, og hver græðir?
Því líkurnar eru miklar á að það sem virðist vera rödd fólksins sé í raun rödd fjármagnsins.
Bishop Mariann Edgar Budde makes plea with Trump - video
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 67
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 540
- Frá upphafi: 7689
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 436
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning