Stafrænt skilríki: Nýtt andlit alræðis

Á næstu árum hyggjast ríki Evrópu og alþjóðastofnanir innleiða svokallað stafrænt skilríki (e. digital identity). Markmiðið er að einfalda aðgang að fjölbreyttri þjónustu – frá netbanka og heilbrigðiskerfi til opinberrar stjórnsýslu, ferðalaga og netverslunar. Í stað þess að muna ólík lykilorð eða skanna vegabréf, mun hver einstaklingur bera einn stafrænan lykil sem auðkennir hann í öllum kerfum.

Tæknin hefur verið kynnt sem mikilvægt skref í átt að skilvirkara og öruggara samfélagi. Evrópusambandið leggur áherslu á að borgarar geti með einum auðkennislykli staðfest hver þeir eru, samþykkt skjöl, skráð börn í skóla, greitt skatta og ferðast milli landa, allt með öruggum hætti og án pappírsforms.

En undir þessu fallega yfirborði vakna mikilvægar spurningar. Því með auknu öryggi kemur einnig aukið vald. Og spurningin sem flestir virðast ekki spyrja er: Hver hefur vald yfir þessu auðkenni – og hvernig getur það verið notað gegn þér?

Stafrænt skilríki mun ekki aðeins nýtast til að skrá þig inn á vefsíður. Það mun tengjast öllum mikilvægum þáttum samfélagsins:

  • Heilbrigðisþjónustu (aðgangur að læknum, lyfjum, tryggingum)
  • Fjármálum (bankaþjónusta, lán, greiðslur)
  • Matvörukaupum og upprunavottun matvæla
  • Ferðalögum (flug, hótel, vegabréfsathuganir)
  • Netverslun og stafrænum greiðslum
  • Samskiptamiðlum og ritskoðun
  • Síma- og netnotkun
  • Opinberri þjónustu og skráningum
  • Neyðarhjálp

Í stað þess að vera gagnlegt verkfæri til að auka þægindi, verður stafrænt skilríki brátt að inngöngumiða að samfélaginu. Þú "velur" það sjálf/ur, segir kerfið, en ef þú hafnar því, verður lokað á fjármálaþjónustu, opinbera þjónustu og jafnvel heilbrigðiskerfið. Það sem virðist vera tækni til að einfalda lífið, er í raun stjórnkerfi hannað til að fylgjast með, stýra og umbuna eða refsa, allt eftir hegðun þinni. Þetta er ekki frjálst val heldur þvingað samþykki: opt-in kúgun. Frelsi sem aðeins gildir ef þú fylgir línunni.

Í Kína er þessi þróun þegar orðin að veruleika. Þar eru stafræn skilríki og svokallað samfélagsstigakerfi (social credit system) samtvinnuð í víðtæku eftirlitskerfi. Borgarar eru metnir samkvæmt hegðun, skoðunum og tengslaneti, og stigakerfi ákvarðar hvort þeir fái að ferðast með lest, opna bankareikning, fái lán eða skráð sig í nám. Þeir sem eru taldir óæskilegir, hvort sem það er vegna skoðana, netsamskipta eða félagslegra tengsla, missa stig og þar með réttindi. Þetta er raunverulegt eftirlitskerfi þar sem aðgengi að samfélaginu er skilyrt við hlýðni.

Á þessari mynd má sjá skjámynd úr kínverska stigakerfinu. Þú byrjar með 1000 stig og þar eru einstaklingar metnir og skráðir í kerfi sem raðar þeim eftir félagslegum „traustleika“. Hærra stig veitir aðgang að þjónustu og ferðalögum – lægra stig útilokar þig. Þetta er kerfi sem verðlaunar hlýðni og refsar óhlýðni.

Þetta er ekki dystópísk framtíðarsýn, heldur daglegt líf í stærsta einræðisríki heims, og sumir í Evrópu líta nú til þess sem fyrirmyndar.

Nú er sambærilegt kerfi að þróast innan Evrópusambandsins. Evrópsk stafræn auðkenning (European Digital Identity Wallet – EUDI) hefur verið í þróun frá 2021 og samkvæmt tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB frá júní 2021 er markmiðið að allir ríkisborgarar og íbúar eigi að nota slík auðkenni fyrir allt frá netbankaþjónustu til vegabréfsathugana. Skjalið undirstrikar að notkun verði "frjáls", en í reynd verða opinber og einkarekin kerfi hvött eða skylduð til að krefjast þess. Þá segir jafnframt í skjölum World Economic Forum (WEF Insight Report: Digital Identity 2018) að stafrænt auðkenni sé lykill að því að stýra aðgangi að heilbrigðiskerfum, menntun, ferðafrelsi og internetinu.

Þetta er kynnt sem leið til að "auðvelda lífið", en raunveruleikinn er einfaldlega aukin miðstýring, rekjanleiki og möguleiki á ritskoðun og útilokun. Ef kerfið getur opnað aðgang þinn að heiminum, þá getur það líka lokað honum.

Spurningin er einföld: Treystir þú því að stjórnvöld, núverandi og framtíðar misnoti ekki slíkt vald? Hvað ef skoðanir þínar teljast síðar "öfgafullar"? Hvað ef þú vilt ekki samþykkja einhuga stefnu um loftslag, bólusetningar eða félagsleg viðmið?

Við verðum að átta okkur á því að þetta er ekki tæknispurning heldur pólitísk spurning. Eða öllu heldur: spurning um frelsi.

Við verðum að hafna þróun sem breytir frjálsu samfélagi í rafrænt fangelsi. Því þegar frelsið er háð skilyrðum, þá er það ekki lengur frelsi.

Segðu nei.

Ekki bíða eftir að þú þurfir samþykki til að sækja lyfin þín, eða leyfi til að panta flug. Ekki bíða eftir að netbankinn þinn lokist af því að þú deildir röngum hlekk eða sagðir rangt orð. Því þegar það gerist, verður of seint að segja nei. Segðu nei áður en það gerist!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 171
  • Sl. sólarhring: 275
  • Sl. viku: 745
  • Frá upphafi: 6649

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 549
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband