Af hverju hlustum við ekki á Luai Ahmed?

Luai Ahmed er múslimi sem flúði harðstjórn og ofbeldi í Jemen. Hann situr ekki heima í stofu á Íslandi og hrópar eða hamrar á lyklaborðið „fordómar!“ á þá sem benda á vandann. Hann talar af reynslu – og við ættum að hlusta. 

Í myndbandi sem hefur farið eins og eldur um netið segir hann einfaldlega: Ég flúði mína harðstjórn. Ég vil ekki að flytja hana hingað. Hann varar við því sem margir á Vesturlöndum vilja ekki horfast í augu við: að með fólki sem flýr ofbeldi fylgja líka hugmyndir – og jafnvel fólk sem kemur hingað með engan annan tilgang en að skapa sundrung, stjórnleysi og beita ofbeldi gegn heimafólki.

Luai biðlar til annarra múslima sem virða frelsi, jafnrétti og lýðræði að þegja ekki lengur. Að láta ekki öfgamenn tala fyrir hönd allra. Að segja skýrt: Við viljum ekki sharía-lög, ekki heiðursmorð, ekki hatursorðræðu gegn gyðingum, kristnum eða samkynhneigðum.

En af hverju hlustum við ekki hér á Íslandi?

Af hverju má ekki ræða þessi mál án þess að vera kallaður rasisti eða útlendingahatari?

Af hverju þorum við ekki að segja eins og hann? Að við viljum ekki flytja inn harðstjórnina og menninguna sem fólkið er að flýja. Að við viljum ekki sjá hverfi verða að stöðum þar sem konur eru óöruggar, hatursáróður gegn minnihlutahópum fær að grassera eða trúarreglur leysa íslensk lög af hólmi.

Frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi eru ekki sjálfgefin. Þau hverfa ef við þorum ekki að verja þau.

Luai Ahmed talar hreint út. Hann biður ekki Vesturlandabúa um að umbera öfgarnar. Hann biður múslima á Vesturlöndum að hafna þeim. Og hann biður okkur öll að skilja muninn. Ekki allir hælisleitendur deila þessum hættulegu hugmyndum – en sumir gera það, og það er glórulaust að þegja yfir því.

Við þurfum að hlusta á Luai Ahmed. Hann veit hvers vegna hann flúði. Hann vill ekki sjá sama fyrirkomulag og menningu festa rætur hér – og við eigum ekki að vilja það heldur.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 108
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 708
  • Frá upphafi: 5267

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 566
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband