Þriðjudagur, 15. júlí 2025
Af hverju má ekki fagna eigin menningu?
Ég sá nýlega mynd og frásögn sem hafa vakið mikla umræðu í Bretlandi, en sem kæmust líklega aldrei í gegnum ritstjórnargátt stórra fjölmiðla.
12 ára bresk stelpa mætti í skólann á Cultural Diversity Day í Union Jack-kjól og með samsvarandi hatt. Krakkarnir áttu að klæðast einhverju sem táknaði þeirra menningu og flytja ræðu um menningararf sinn.
Hún hafði skrifað fallega og hófsama ræðu þar sem hún talaði um breska siði, te, húmor, Shakespeare, konungsfjölskylduna og hvernig bresk menning væri líka fjölbreytt og mótast af áhrifum alls heimsins.
En skólinn sagði nei. Hún mátti ekki halda ræðuna. Hún var sögð fá að fagna breskri menningu alla daga og var að lokum send heim.
Ef þetta hefði verið pakistönsk stelpa?
Ef skólinn hefði bannað stelpu af pakistönsku bergi brotna að halda ræðu um sína menningu, hefði þetta orðið landsfrétt. BBC, Guardian, CNN og auðvitað RÚV og Vísir sagt frá því.
En þegar þetta er hvítt breskt barn sem vill fagna sinni menningu, þá er það þaggað niður. Og enginn af stóru fjölmiðlunum vill snerta á þessu máli.
Af hverju birtast svona sögur ekki í stóru miðlunum?
Þeir sem ráða fréttavali telja að meirihlutamenning þurfi ekki pláss. Þeir forgangsraða sögum um minnihlutahópa sem fórnarlömb. Þeir óttast líka að vera sakaðir um að kynda undir þjóðernishyggju ef þeir birta sögur þar sem hvít bresk stelpa kvartar yfir útilokun.
En það er nákvæmlega svona sem reiði og vantraust gagnvart fjölmiðlum verður til. Þegar fólk sér að sömu miðlar sem segja að útilokun sé skelfileg eru alveg til í að verja útilokun ef hún bitnar á þeim sem þeir segja ekki þurfa vernd.
Fjölmenning verður að vera fyrir alla
Í dag er oft sagt að fjölmenning sé eitthvað jákvætt, en reynslan sýnir að hún getur líka skapað aðskilnað, spennu og jafnvel mismunun þar sem börn í meirihlutanum eru útilokuð eða skömmuð fyrir að fagna sínu. Ef við viljum forðast slíka þróun verðum við að kenna börnum að virða og meta eigin menningu og menningu annarra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 98
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 5131
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning