Sunnudagur, 13. júlí 2025
Siðferðisleg hræsni okkar tíma
Við búum í samfélagi þar sem fólk heldur alvöru þingsályktanir og mótmæli gegn því að nautgripir fái vaxtarhormón en álítur það merki um framfarir að börn séu sett á kynhormóna eða undirbúin fyrir skurðaðgerðir til að breyta líkama sínum.
Hvernig komumst við hingað?
Við töluðum okkur inn í heimsmynd þar sem náttúran er heilög nema þegar kemur að mannlegu eðli. Þar má öllu afneita og endurskrifa. Við vitum að hormónasprautur fyrir nautgripi eru ónáttúrulegar og geta haft áhrif á heilsu fólks sem neyta kjötsins. En þegar um börn er að ræða, börn sem eru enn að þroskast og skilja varla hugtakið kyn á fullorðins hátt þá á að trúa því að sprauta utanaðkomandi hormónum séu sjálfsögð mannréttindi.
Við sjáum nú í vaxandi mæli ungt fólk segja frá því að hafa verið sannfært um að kynleiðrétting væri eina lausnin við vanlíðan, aðeins til að sjá á eftir eigin frjósemi, líkamsstarfsemi og sjálfsmynd í rúst. Samt heldur hópurinn áfram að þrýsta á um að gera þessa meðferð að heilbrigðisþjónustu sem enginn megi gagnrýna.
Á sama tíma vill þessi sami hópur banna mjólkurkýrum vaxtarhormón, í nafni velferðar og heilsu. Við höfum snúið siðferðinu á hvolf.
Við getum alveg rætt velferð dýra og matvælaöryggi. En ef við megum ekki ræða áhrif hormónameðferðar á börn, vitum við að við búum ekki lengur í siðmenntuðu samfélagi heldur í sértrúarsöfnuði.
Það þarf hugrekki til að segja þetta. Því þeir sem reyna eru úthrópaðir sem fordómafullir eða hættulegir. En þegar við erum komin á þann stað að við verjum það opinberlega að breyta börnum líffræðilega, en viljum refsingu fyrir að breyta nautgripum þá er spurningin ekki hvort við höfum rangt fyrir okkur, heldur hvort við höfum tapað öllu viti!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 23
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 462
- Frá upphafi: 4890
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 317
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning