Miðvikudagur, 9. júlí 2025
Loksins stígur uppljóstrari (whistleblower) fram með sannleikann.
Matti Friedman, verðlaunaður rithöfundur og fyrrum fréttaritari og ritstjóri Associated Press í Jerúsalem með áratuga reynslu af Miðausturlöndum, lýsir í nýlegu viðtali hvernig alþjóðlegur fréttaflutningur frá Gaza verður að áróðri Hamas og hvernig þetta er ekki slys heldur kerfi sem fjölmiðlar taka þátt í. (sjá myndband - stutt lýsing frá Matt)
Hann segir hreint út:
Við þurftum að taka út upplýsingar sem sýndu Hamas bardagamenn dulbúna sem almenna borgara. Það var vegna hótunar frá Hamas. Við sögðum lesendum aldrei frá þessu. Við þögðum.
En hann fer enn dýpra og útskýrir hvernig allar upplýsingar frá Gaza eru í raun stjórnaðar:Þeir sem skrifa fréttir frá Gaza eru allt heimamenn og hægt að skipta í þrjá flokka:
- Þeir sem tengjast Hamas og vilja hjálpa málstaðnum.
- Þeir sem eru undir beinum hótunum frá Hamas og þora ekki að segja sannleikann.
- Þeir sem eru beinlínis meðlimir Hamas.
Enginn vestrænn blaðamaður starfar frjálst í Gaza, allir "fréttamenn" þar eru annaðhvort tengdir Hamas, starfa undir hótunum eða eru meðlimir þess. Allar hlutlausar fréttir sem þú lest byggja á upplýsingum frá þessum þremur flokkum. Tölur um mannfall koma beint frá Hamas, og eru birtar án fyrirvara. Myndir sem sýna óbreytta borgara eru valdar, en myndir af bardagamönnum Hamas eða vopnabúrum þeirra eru útilokaðar frá allri umfjöllun.
Af hverju?
Vegna þess að vesturlenskir fjölmiðlar hafa breyst úr að vera upplýsingagjafar í að verða aktívistar. Þeir spyrja ekki lengur:
Hvað gerðist? heldur: Hverjum þjónar þetta?
Afleiðingin?
Við fáum ekki hlutlausan fréttaflutning. Við fáum áróður Hamas, endurbirtan af alþjóðlegum fjölmiðlum. Við sjáum tölur frá Hamas kynntar sem staðreyndir. Ísrael er sífellt stillt upp sem árásaraðila á meðan bardagamenn Hamas hverfa úr myndinni.
Að lokum. Við þurfum að hætta að trúa öllu sem við lesum eða sjáum í myndböndum frá Gaza því öllu er ritstýrt eða sviðsett af Hamas. Mikið af þessu er hannað til að skapa vorkunn eða reiði, til dæmis myndbönd af feðrum með börn í miðri sprengjuárás sem enginn myndi taka upp ef sprengjur dyndu í alvöru. Sjaldan eða aldrei sérðu sjálfa sprenginguna, aðeins áróðurssöguna eftir á. Einnig eru oft sýndar senur af börnum sem sækja mat undir hættu hver myndi senda barn sitt út í raunverulegar árásir eða hættu? Þetta eru sviðsettar senur og valdbeiting Hamas á upplýsingum sem miðlarar Vesturlanda gleypa hrátt. Við verðum að spyrja okkur spurninga um hver skrifar þetta, hver tekur þetta upp og hverjum þetta þjónar.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 12
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 501
- Frá upphafi: 4571
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 348
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning