Sunnudagur, 6. júlí 2025
Þreyttur en á réttu hlutunum.
Ég skil vel að fólk eins og Jasmina sé þreytt á að vera sett undir sama hatt og allt sem fer úrskeiðis. Það er ósanngjarnt að kenna heiðarlegu vinnandi fólki um vanda sem það skapaði ekki.
En ég er líka þreyttur. Þreyttur á því að það sé þaggað niður að ræða raunverulegan mun á innflytjendum og hælisleitendum.
Já við innflytjendum sem koma hingað til að vinna, borga skatta, læra íslensku og verða hluti af samfélaginu eru ekki vandamálið. Þeir eru hluti lausnarinnar og eiga þakkir skilið.
Nei við hælisleitendum sem koma í stórum hópum án stjórnunar, með allt annan menningarlegan bakgrunn, oft án raunverulegra tækifæra eða vilja til að aðlagast það hefur skapað vandamál sem önnur Evrópulönd eru nú föst í:
- Gettó og félagslegan klofning.
- Aukið öryggisleysi og glæpi.
- Trúarleg átök og höfnun á jafnrétti.
- Vantraust milli hópa og á stjórnvöld.
Þetta er ekki fordómar heldur staðreyndir. Evrópa er að glíma við afleiðingar stefnu opinna landamæra og stjórnlausrar hælisumsókna.
Ég vil að Ísland læri af þeim mistökum áður en það er of seint. Ég vil land sem getur sagt:
- Já við fólki sem vill vinna og verða hluti af okkur.
- Nei við stefnu sem afnemur mörk, gerir engar kröfur um aðlögun og breytir samfélaginu á kostnað þeirra sem búa hér fyrir.
Við verðum að mega ræða þetta heiðarlega. Það er ekki hatur það er ábyrgð!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 75
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 570
- Frá upphafi: 4359
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 406
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning