Þetta eru bara karlar í kjólum!

Af hverju hæðist vestræn menning að eigin rótum, og hvað tekur við ef við höfum þær ekki lengur?

Í gær rakst ég á athugasemd á Facebook þar sem mynd af kardínálum í skrúðgöngu, í aðdraganda páfakjörs, var gerð að háðung. Þar stóð meðal annars:

„Þetta er fáránlegt dæmi – að hjörð af gömlum körlum, klæddum í pell og purpura, skuli loka sig inni og velja helsta trúarleiðtoga heimsins.“
Heimild

Þessi athugasemd er lýsandi dæmi um þann sjálfshaturstón sem tröllríður vestrænum samfélögum í dag, þar sem fólk keppist við að niðurlægja eigin menningararf, skammast sín fyrir kristna siðmenningu og gera gys að þeim táknum sem héldu uppi heilli heimsálfu í þúsundir ára.

En það er sérkennilegt, og reyndar afar hrokafullt, að við, sem lifum á örlitlu andartaki í mannkynssögunni, teljum okkur skyndilega vita best hvernig samfélag eigi að vera. Mannkynið hefur lifað í um 300.000 ár. Vestræn siðmenning í sinni kristnu mynd hefur haldist stöðug í að minnsta kosti 1.500 ár. Það er ótrúlegt traust sem sumir virðast leggja á eigin skammtímahugsun, en jafnframt lítil virðing fyrir því sem lifði og hélt heilu heimsálfunum saman í árhundruð.

Sagan sýnir hvað gerist þegar samfélög rífa niður siðferðilegar undirstöður sínar án þess að setja eitthvað stöðugt í staðinn:

  • Eftir fall Rómaveldis stóð kirkjan eftir sem eina stofnunin sem hélt Evrópu saman.

  • Í Frönsku byltingunni útskúfuðu menn kirkjuna – og svöruðu því með aftökum og ógnarstjórn.

  • Í Sovétríkjunum var trúin bönnuð – með niðurbrjótandi afleiðingum sem við sjáum enn í dag.

Því ef undirstöður eru rifnar niður, hvað getur hinn réttláti þá gert?
– Sálmur 11:3

Þetta eru ekki bara karlar í kjólum. Þetta eru tákn, hefðir og menning sem eiga meira skilið en kaldhæðni. Þetta eru leifar af röð, samhengi og siðferði sem haldið hefur uppi heilli heimsálfu. Að gera grín að því og í leiðinni upphefja ekkert í staðinn, er ekki merki um upplýsta framtíðarsýn, heldur menningarlega minnimáttarkennd.

Ef þessi „hjörð af gömlum körlum“ sem fólk hefur uppi háð um, á ekki lengur að gegna hlutverki siðferðilegs leiðarljóss, hvað tekur þá við?
Er það:
– Innihaldslaus gildi stórfyrirtækja og alþjóðastofnana sem snúast um valda- og arðrán?
– Islam, sem krefst algerrar undirgefni og leggur blátt bann við gagnrýni?
– Yfirborðslegar „samstöðuherferðir“ á Instagram og TikTok sem endurspeglast í regnbogafána og trending hashtags?
– Pólitísk rétttrúnaður sem breytist eins og veðrið og refsar öllum sem stíga út fyrir rammann?

Það er auðvelt að hæðast að því sem er göfugt, gamalt og kunnugt.
Mun erfiðara, en mikilvægara, er að spyrja sig:

- Af hverju lifði þetta svona lengi?
- Hverju hélt þetta uppi?
Og hvað gerist ef við hendum því öllu, án þess að vita hvað kemur næst?

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 544

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 321
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband