Þögnin um þjóðarmorðið í Nígeríu – af hverju skiptir líf kristinna minna máli?

Bill Maher sagði nýlega í þætti sínum eitthvað sem ætti að hrista upp í öllum sem trúa því að fjölmiðlar séu málsvarar mannréttinda:

Í Nígeríu hafa islamískir hópar, þar á meðal Boko Haram, myrt yfir 100.000 kristna, brennt 18.000 kirkjur og reynt markvisst að útrýma kristnum samfélögum úr heilu héruðunum. Þetta er ekkert annað en þjóðarmorð.

Og samt – hvar er umfjöllunin?

  • Hvar eru stóru fyrirsagnirnar á CNN, BBC og RÚV?
  • Hvar eru götumótmælin í New York, París eða Reykjavík?

Við sjáum þúsundir ungra mótmælenda safnast saman til að hrópa slagorð um Gaza, með fána og spjöld í hvert skipti sem fréttir berast þaðan. En þegar tugþúsundir kristinna í Afríku eru myrtir fyrir trú sína – þá ríkir þögn.

Það sem gleymist í allri þessari þögn er að Boko Haram, Hamas og ISIS eru ekki einangruð fyrirbrigði heldur greinar af sama hugmyndafræðilega meiði. Þau deila öllum sömu grunntóninum: pólitískum islamisma sem hafnar lýðræði, mannréttindum og frelsi, réttlætir ofbeldi með trúarlegum rökum og vill koma á samfélagi undir sharía-lögum. Aðferðin er sú sama: hryðjuverk, fjöldamorð, kúgun og trúarleg hreinsun. Munurinn er aðeins landfræðilegur – en markmiðið það sama.

Þetta er tvöfalt siðferði sem opinberar hvernig „alþjóðleg mannréttindabarátta“ er í reynd hugmyndafræðilega stjórnað. Það sem passar inn í pólitíska frásögn fær athygli – hinu er ýtt til hliðar. Líf kristinna manna í Nígeríu virðist einfaldlega ekki henta í þá mynd sem fjölmiðlar og aktívistar vilja sýna.

En spurningin stendur eftir:

  • Af hverju skiptir líf kristinna minna máli?
  • Hvers vegna eru tugþúsundir myrtir í þögn, á meðan aðrir fá strax heimsathygli?

Þetta er spurning sem allir sem trúa á raunveruleg mannréttindi ættu að staldra við.

 


Bloggfærslur 29. september 2025

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 40
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 9902

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband