Mánudagur, 29. september 2025
Þögnin um þjóðarmorðið í Nígeríu af hverju skiptir líf kristinna minna máli?
Í Nígeríu hafa islamískir hópar, þar á meðal Boko Haram, myrt yfir 100.000 kristna, brennt 18.000 kirkjur og reynt markvisst að útrýma kristnum samfélögum úr heilu héruðunum. Þetta er ekkert annað en þjóðarmorð.
Og samt hvar er umfjöllunin?
- Hvar eru stóru fyrirsagnirnar á CNN, BBC og RÚV?
- Hvar eru götumótmælin í New York, París eða Reykjavík?
Við sjáum þúsundir ungra mótmælenda safnast saman til að hrópa slagorð um Gaza, með fána og spjöld í hvert skipti sem fréttir berast þaðan. En þegar tugþúsundir kristinna í Afríku eru myrtir fyrir trú sína þá ríkir þögn.
Það sem gleymist í allri þessari þögn er að Boko Haram, Hamas og ISIS eru ekki einangruð fyrirbrigði heldur greinar af sama hugmyndafræðilega meiði. Þau deila öllum sömu grunntóninum: pólitískum islamisma sem hafnar lýðræði, mannréttindum og frelsi, réttlætir ofbeldi með trúarlegum rökum og vill koma á samfélagi undir sharía-lögum. Aðferðin er sú sama: hryðjuverk, fjöldamorð, kúgun og trúarleg hreinsun. Munurinn er aðeins landfræðilegur en markmiðið það sama.
Þetta er tvöfalt siðferði sem opinberar hvernig alþjóðleg mannréttindabarátta er í reynd hugmyndafræðilega stjórnað. Það sem passar inn í pólitíska frásögn fær athygli hinu er ýtt til hliðar. Líf kristinna manna í Nígeríu virðist einfaldlega ekki henta í þá mynd sem fjölmiðlar og aktívistar vilja sýna.
En spurningin stendur eftir:
- Af hverju skiptir líf kristinna minna máli?
- Hvers vegna eru tugþúsundir myrtir í þögn, á meðan aðrir fá strax heimsathygli?
Þetta er spurning sem allir sem trúa á raunveruleg mannréttindi ættu að staldra við.
Bloggfærslur 29. september 2025
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 40
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 9902
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar