Miðvikudagur, 20. ágúst 2025
Hver ræður í alþjóðastjórnmálum?
Það skiptir ekki máli hvaða skoðun fólk hefur á Donald Trump, hvort sem menn elska hann eða fyrirlíta, þá lýgur myndin ekki.
Á myndunum hér má sjá leiðtoga Evrópu sitja í hring í kringum forsetaborð Hvíta hússins, líkt og nemendur sem hlýða á kennara. Þar sitja meðal annars Ursula von der Leyen, Emmanuel Macron og Volodymyr Zelensky í jakkafötum, án herklæðanna sem hann hefur klæðst frá því stríðið hófst. Það eitt og sér segir mikið.
Sumir fjölmiðlar hafa þegar lýst þessu sem smjaðursnálgun, þar sem leiðtogar heimsins beita kurteislegri undirgefni og vilja sýna Trump vinsamlegan hug, ekki vegna þess að þeir séu endilega sammála honum, heldur vegna þess að hann hefur raunveruleg áhrif.
Trump hefur stöðvað eða forðast átök á milli landa, þar á meðal með því að stuðla að friðar- og viðskiptasamningum sem komu í veg fyrir átök. Nú segist hann ætla að binda endi á Úkraínustríðið hvað sem það kostar og stillir sér upp sem friðarhöfðingi, "peacemaker-in-chief".
Og margir hlusta.
Þeir sem héldu að Trump myndi hverfa í golf og út í þögnina eftir fyrri forsetatíð sína, hafa haft rangt fyrir sér. Hann birtist á hverjum einasta degi í fjölmiðlum, og nú sitja leiðtogar Evrópu hjá honum og hlusta, jafnvel með kort af Úrkaínu á bak við sig, eins og hann haldi hernaðarfund.
Spurning til allra:
Viljum við raunverulegan frið, þar sem líf, samfélög og framtíðir fá að þroskast? Eða viljum við áframhaldandi styrjaldarpólitík þar sem allir tapa, nema vopnaframleiðendur og stríðshaukar með eigin hagsmuni í húfi?
Þetta snýst ekki um að gefa eftir fyrir Pútín, heldur að horfast í augu við þá staðreynd að núverandi stefna hefur hvorki skilað friði né öryggi, heldur aðeins leitt til þjáninga, eyðileggingar og gríðarlegs kostnaðar fyrir Evrópu og almenning um heim allan.
Það má gagnrýna Trump. En það þarf líka að horfast í augu við þá kaldhæðnu staðreynd að hann, ekki Biden, ekki von der Leyen, ekki Macron, er sá sem nú situr við borðið og fær alla til að hlusta.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. ágúst 2025
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 64
- Sl. sólarhring: 66
- Sl. viku: 283
- Frá upphafi: 7381
Annað
- Innlit í dag: 60
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar