Fjögur svör stjórnmálamanna til að slá ryki í augu fólks

Það er sama hvað við ræðum í stjórnmálum, alltaf virðist umræðan enda á sömu fjórum setningunum. Þetta eru eins konar sjálfvirkt stoppmerki sem loka á gagnrýna umræðu og gera ráð fyrir að enginn spyrji erfiða spurninga:

1. Þetta er Trump að kenna.

Hvaða vanda sem Evrópa glímir við má alltaf skella skuldinni á Trump. Þægileg leið til að kenna öðrum um – helst einhverjum fjarlægum Bandaríkjamanni sem hefur ekkert vald yfir Evrópu. Með þessu þarf enginn að ræða eigin stefnu, mistök eða spillingu.

2. Pútín ætlar að sigra Evrópu.

Hver sá sem gagnrýnir Evrópusambandið er sakaður um að vera nytsamt fífl Kreml. Þessi áróður merkir andstæðinga sem hættulega og óábyrga. Allar spurningar um lýðræði, fullveldi eða spillingu innan ESB eru afgreiddar sem „rússnesk áróðurslína“.

3. Fjölmenning er okkar styrkleiki.

Þetta er eins og trúarjátning sem má ekki efast um. Ef þú spyrð um samfélagsleg átök, kostnað, menningarlega samloðun eða glæpatíðni ert þú stimplaður sem vondur eða fáfróður. Engin rök, engin gagnrýnin umræða – bara heilagt orð sem á að loka málinu.

4. Pólitíkusar segja „Rannsóknir segja…“ til að koma í veg fyrir andstöðu

Klassísk lokasetning sem á að loka umræðunni. Ef þú spyrð hvaða rannsóknir, hver borgaði fyrir þær, hverjir unnu þær – þá ert þú ekki vísindalegur og á móti framförum samfélagsins. Þetta er orð sem þjónar því að gera gagnrýni ólögmæta.

---- 

Það er dapurlegt hvað þessi fjögur svör eru orðin sjálfvirk og þægileg afsökun. Þau leysa ekkert, reka fólk frá pólitískri umræðu og grafa undan lýðræðinu.

Ef við viljum vera lýðræðisríki verðum við að hætta þessu og tala hreint út um það sem skiptir máli: lýðræðishalla ESB, spillingu, sjálfstæði ríkja, efnahagslega samkeppnishæfni, öryggismál og samfélagslega samþættingu.

Ef við gerum það ekki, þá erum við ekki sjálfstæð og lýðræðisleg samfélög – heldur bara hópur sem lætur stjórnast af fjórum þreyttum afsökunum.


Loksins stígur uppljóstrari (whistleblower) fram með sannleikann.

Matti Friedman, verðlaunaður rithöfundur og fyrrum fréttaritari og ritstjóri Associated Press í Jerúsalem með áratuga reynslu af Miðausturlöndum, lýsir í nýlegu viðtali hvernig alþjóðlegur fréttaflutningur frá Gaza verður að áróðri Hamas og hvernig þetta er ekki slys heldur kerfi sem fjölmiðlar taka þátt í. (sjá myndband - stutt lýsing frá Matt)

Hann segir hreint út:

„Við þurftum að taka út upplýsingar sem sýndu Hamas bardagamenn dulbúna sem almenna borgara. Það var vegna hótunar frá Hamas. Við sögðum lesendum aldrei frá þessu. Við þögðum.“

En hann fer enn dýpra og útskýrir hvernig allar upplýsingar frá Gaza eru í raun stjórnaðar:„Þeir sem skrifa fréttir frá Gaza eru allt heimamenn og hægt að skipta í þrjá flokka:

  1. Þeir sem tengjast Hamas og vilja hjálpa málstaðnum.
  2. Þeir sem eru undir beinum hótunum frá Hamas og þora ekki að segja sannleikann.
  3. Þeir sem eru beinlínis meðlimir Hamas.

Enginn vestrænn blaðamaður starfar frjálst í Gaza, allir "fréttamenn" þar eru annaðhvort tengdir Hamas, starfa undir hótunum eða eru meðlimir þess. Allar „hlutlausar“ fréttir sem þú lest byggja á upplýsingum frá þessum þremur flokkum.  Tölur um mannfall koma beint frá Hamas, og eru birtar án fyrirvara. Myndir sem sýna óbreytta borgara eru valdar, en myndir af bardagamönnum Hamas eða vopnabúrum þeirra eru útilokaðar frá allri umfjöllun.

Af hverju?

Vegna þess að vesturlenskir fjölmiðlar hafa breyst úr að vera upplýsingagjafar í að verða aktívistar. Þeir spyrja ekki lengur:

„Hvað gerðist?“ heldur: „Hverjum þjónar þetta?“

Afleiðingin?

Við fáum ekki hlutlausan fréttaflutning. Við fáum áróður Hamas, endurbirtan af alþjóðlegum fjölmiðlum. Við sjáum tölur frá Hamas kynntar sem staðreyndir. Ísrael er sífellt stillt upp sem árásaraðila á meðan bardagamenn Hamas hverfa úr myndinni.

Að lokum. Við þurfum að hætta að trúa öllu sem við lesum eða sjáum í myndböndum frá Gaza því öllu er ritstýrt eða sviðsett af Hamas. Mikið af þessu er hannað til að skapa vorkunn eða reiði, til dæmis myndbönd af feðrum með börn í miðri sprengjuárás sem enginn myndi taka upp ef sprengjur dyndu í alvöru. Sjaldan eða aldrei sérðu sjálfa sprenginguna, aðeins áróðurssöguna eftir á. Einnig eru oft sýndar senur af börnum sem sækja mat undir hættu – hver myndi senda barn sitt út í raunverulegar árásir eða hættu? Þetta eru sviðsettar senur og valdbeiting Hamas á upplýsingum sem miðlarar Vesturlanda gleypa hrátt. Við verðum að spyrja okkur spurninga um hver skrifar þetta, hver tekur þetta upp og hverjum þetta þjónar. 


Bloggfærslur 9. júlí 2025

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 41
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 10074

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband