Eru skoðanir þínar raunverulega þínar eigin?

Við höfum öll sterkar eða veikar skoðanir á ýmsum málum – stundum lærðar frá foreldrum, vinum eða samfélaginu, stundum fengnar beint frá fréttamiðlum eða samfélagsmiðlum. Við höldum oft að þessar skoðanir séu okkar eigin, mótaðar af frjálsum vilja. En hvað ef stór hluti þeirra er bara niðurstaða þess sem okkur hefur verið leyft að sjá – og þess sem okkur hefur ekki verið leyft að sjá?

Ég hef orðið sífellt meðvitaðri um þetta. Hver ræður umræðunni? Hver ákveður hvaða sjónarmið eru sýnileg? Það eru hefðbundnir fjölmiðlar sem velja hvað telst „fréttnæmt“ – en líka samfélagsmiðlar sem stjórna því hvað fær athygli með flóknum reikniritum. Þeir ákveða hvað þú sérð – og hvað þú sérð ekki. Þeir ákveða hverjir eru gerðir að fórnarlömbum sem við eigum að vorkenna, og hverjir verða hlægilegir eða þaggaðir niður.

Við fáum oft bara sneið af raunveruleikanum. Sumt er markvisst falið eða litað. Það gerir það auðveldara að móta „réttu“ skoðunina ef fólk sér aldrei hina hliðina á heildstæðan og mannlegan hátt – eða ef andstæð sjónarmið eru aðeins sýnd í afskræmdum, klipptum eða háðslegum búningi.

Ég get nefnt sjálfan mig sem dæmi. Ég var lengi með klassískt „DTS“ – Donald Trump Syndrome, hugtak yfir fólk sem fyrirlítur hann skilyrðislaust. Ég skammaðist næstum fyrir að hlusta á hann. Það byggðist ekki á eigin rannsókn heldur á því sem ég sá í hefðbundnum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum – alltaf klippt, aflagað og gert hlægilegt, eða hann sýndur sem illmenni.

Meginástæðan fyrir því að ég „læknaðist“ af DTS var að ég hafði lengi fylgst með World Economic Forum og áttað mig á hversu ágeng hugmyndafræði þeirra er: alþjóðavæðing, afsal fullveldis til ólýðræðislegra stofnana, opin landamæri, WOKE-hugsun og „sameiginlegar lausnir“ sem hunsa staðbundinn veruleika. Þessi hugmyndafræði er sterk í Demókrataflokknum og vinstri hreyfingum í Evrópu.

Mér fannst skýrt að undir veikri stjórn Bidens hefði heimurinn farið í ranga átt – (og það tóku fleiri en ég eftir því). Ég fór því að fylgjast mjög vel með forsetakosningunum 2024. Ég horfði á ræður og viðtöl við Kamölu Harris, sem talaði mjög í anda WOKE – ef hún náði að gera sig skiljanlega (þeir sem hafa hlustað á hana vita hvað ég á við).

Í þessum undirbúningi sá ég að Trump tók skýra afstöðu gegn WEF og þeirri hugmyndafræði. Þegar ég áttaði mig á þessu ákvað ég að hlusta á hann sjálfan – ekki bara á það sem aðrir sögðu um hann eða hvernig hann var sýndur í fjölmiðlum. Ég horfði á ræður í heild, ekki aðeins klippt brot. Ég horfði, hlustaði á, og las frumheimildir.

Það sem vakti mesta athygli mína var hvernig reikniritið breyttist. Þegar ég byrjaði að skoða þetta efni fékk ég allt í einu aðra sýn: mannlegri hlið á Trump – viðtöl og greiningar sem ég hafði aldrei séð áður. Það sem áður var útilokað af minni tímalínu varð allt í einu sýnilegt. Ég fékk að sjá annan raunveruleika. Þetta var mjög lærdómsríkt.

Ég þarf ekki að vera sammála öllu sem Trump gerir eða segir. Enda er enginn er alltaf sammála sínum stjórnendum, leiðtogum eða jafnvel foreldrum. Það sem skiptir máli er að ég fékk loksins að sjá báðar hliðar málsins.

Þetta var dýrmæt kennslustund um áhrif fjölmiðla og samfélagsmiðla á skoðanir okkar. Þegar ég sá hina hliðina varð mér ljóst hvernig fjölmiðlar búa til mjög neikvæða og ósanngjarna mynd af Trump. 

Að mínu mati ætti þetta að vera eitthvað sem allir hugsa um. Þú þarft ekki að vera sammála mér, Trump eða öðrum. En spurðu sjálfan þig:

  • Af hverju trúi ég þessu?
  • Hef ég séð andstæð rök?
  • Hef ég séð frumheimildir?
  • Hef ég reynt að skilja andstæðu hliðina á eigin forsendum?

Við skuldum okkur sjálfum að hugsa sjálfstætt. Að reyna að sjá heildarmyndina. Að leyfa ekki fjölmiðlum, stjórnmálamönnum, fyrirtækjum eða reikniritum að ákveða fyrir okkur hvað við megum sjá og hugsa.

Að mínu mati er það eina leiðin til að eiga skoðanir sem eru í raun okkar eigin.


Bloggfærslur 3. júlí 2025

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 4083

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband