Þögnin sem seldi sálina

Það er skrýtið hvernig sumt nær aldrei á forsíður. Þegar fólk á Palestínu svæðinu, hvort sem það eru hermenn eða óbreyttir borgarar deyja í sprengjuárás fær það heimsfréttir. Þegar moska brennur í Evrópu er þetta talið sönnun um hatursorðræðu og „íslamófóbíu“.

  • En, þegar kristnir eru drepnir tugþúsundum saman í Nígeríu? Þögn.
  • Þegar kirkjur eru brenndar í Pakistan, Egyptalandi og Indónesíu? Þögn.
  • Þegar vígamenn í Austur-Kongó nauðga kristnum konum og myrða heilu þorpin? Þögn.
  • Þegar kristnir hverfa af kortinu í Miðausturlöndum eftir 2000 ára sögu? Þögn.
  • Þegar árásir eru gerðar á kirkjur og presta í Frakklandi, Bretlandi, Svíþjóð og Belgíu? Þögn.

Þetta er ekki bara „flókið“. Þetta er viljandi afskiptaleysi.

Evrópa og hræsni menningarinnar

Við hrósum okkur af því að vera frjálslynd, opinská, siðmenntuð. En sama Evrópa sem hatar eigin kristna fortíð sem „nýlenduhyggju“ hefur ekkert við það að athuga að flytja inn hugmyndafræði sem boðar sharia, refsiaðgerðir gegn trúvillingum og kúgun kvenna.

  • Við leyfum moskur, fjármagnaðar af öfgahringum í Saudi-Arabíu, sem kenna hatur gegn gyðingum og kristnum — í nafni „fjölmenningar“.
  • Við setjum lög um hatursorðræðu — nema ef hatrið beinist gegn kristnum.
  • Við fordæmum „íslamófóbíu“ — en látum sem kristnifóbía sé ekki til.

Siðferðislegt hræsni

Vesturlönd sem gráta sárt yfir Gaza en líta undan barnamorðum í Nígeríu, fjöldamorðum á kristnum í Kongó, brenndum kirkjum um allan heim, sprengjuárásum á kristna í Egyptalandi, fólki sem er hálshöggvið í Austur-Kongó og skipulögðum ofsóknum í Mið-Afríkulýðveldinu sýna ekki göfgi heldur grímulausan pólitískan áróður. Á meðan Gaza-stríðið fyllir fyrirsagnir hafa þúsundir kristinna verið myrtir í þessum átökum, án nokkurrar umfjöllunar eða samúðar. Samúðin er vara á markaði, keypt og seld af pólitíkusum og almenningi eftir því hvar hún nýtist best í áróðri og vinsældum.

Þau sýna frelsi, þolinmæði og umburðarlyndi — svo lengi sem þetta beinist ekki að því að verja eiginn menningararf eða kristna trú.

Kristnir sem eru myrtir fyrir trú sína í Afríu eru einfaldlega röng fórnarlömb. Þeir þjóna ekki réttu frásögninni. Þeir eru ónothæfir í áróðurspakka sem snýst um að hneigja sig fyrir íslamskri öfgahugmyndafræði í nafni „fjölmenningar“.

Spurningin sem enginn vill svara

  • Af hverju er líf kristinna barna í Nígeríu minna virði en íslam barna á Gaza?
  • Af hverju fær brennd kirkja í Pakistan eða Frakklandi ekki sömu fyrirsagnir og skemmd moska í Evrópu?
  • Af hverju er rangt að spyrja hvort íslam og öfgahugmyndir þess hafi áhrif, þegar kristnir brenna í eigin þorpum og við opnum faðminn fyrir trúarhópum sem hafna aðlögun hér og í Evrópu?

Kannski vegna þess að svarið myndi sýna að menningarlegt sjálfshatur Evrópu er orðið svo djúpt að það hefur selt sál sína.


Bloggfærslur 2. júlí 2025

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 369
  • Frá upphafi: 4013

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 277
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband