Föstudagur, 3. október 2025
Útvarp Saga Föstudagur 3. október kl. 14
Ég stýri mínum öðrum útvarpsþætti í dag.
Þemað að þessu sinni er stórt og brýnt:
Hvenær hættum við að kalla ofbeldi andspyrnu og hvenær verður þögn samsek?
Við byrjum í Gaza þar sem friðartilboð liggur á borðinu, en hugmyndafræði virðist vega þyngra en líf almennra borgara. Hvernig hefur tekist að selja hugmyndina um hryðjuverkasamtökin Hamas sem andspyrnu í Evrópu og á Íslandi?
Síðan förum við til Nígeríu meginmál þáttarins. Þar hafa islamískir öfgahópar myrt yfir 100.000 kristna og brennt tugþúsundir kirkna. Þetta er eitt alvarlegasta þjóðarmorð samtímans en samt ríkir algjör þögn í fjölmiðlum og hjá almenningi.
Við tengjum þetta saman í umræðu um tvískinnung fjölmiðla og hugmyndafræðilega síun:
Af hverju fær Gaza fyrirsagnir dag eftir dag, en Nígería enga?
Hvað segir þessi þögn okkur um gildi mannréttinda?
Eru sum fórnarlömb réttari en önnur eftir því hvort þau passa inn í pólitíska frásögn?
Viðmælandi minn er Sigurður Már Jónsson, blaðamaður, sem nýlega skrifaði sterkan pistil um ofsóknir í Nígeríu.
Stilltu inn á Útvarp Sögu kl. 14, föstudaginn 3. október.
Útvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 3. október 2025
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 51
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 326
- Frá upphafi: 10180
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 252
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar