Alþjóðlegar skuldbindingar eða fullveldi?

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, skrifar í Morgunblaðið um málefni hælisleitenda. Þar kennir hann ýmissa grasa og þversagnirnar láta ekki á sér standa.

Grímur segir að hugmyndin um að loka landinu tímabundið fyrir hælisleitendum stangist á við aðild Íslands að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann virðist hins vegar gleyma því að Ísland er fullvalda ríki með fullt forræði yfir eigin landamærum. Ef þessi aðild er raunveruleg hindrun, þá er ekkert því til fyrirstöðu að segja sig frá slíkum samningum – rétt eins og aðrar þjóðir hafa gert þegar hagsmunir þeirra krefjast þess.

En Grímur vill líka samræma reglur Íslands við Norðurlöndin. Það er sérkennilegt, því Danir hafa sett afar harðar reglur og í raun lokað á hælisumsóknir að stórum hluta. Það er því mótsögn að vísa til Norðurlanda sem fyrirmynda, en neita um leið að fylgja fordæmi þeirra.

Hann gefur í skyn að Ísland geti borið sig saman við norræna stjórnsýslu og lögreglu. En staðreyndin er sú að hér fær spilling að grassera þar sem hugmyndafræði og tilfinningar ráða oftar en ekki meiru en lög og reglur. Á Norðurlöndum væri slíkt ekki liðið – þar er brugðist tafarlaust við þegar uppvíst verður um spillingu. 

Á Íslandi er þetta því miður öfugt: þeir sem hafa klúðrað eða staðið í umdeildum málum lenda ekki í afleiðingum heldur fá nýtt embætti, stöðuhækkun eða bitling á kostnað skattgreiðenda. Við sáum það eftir bankahrunið, þegar margir sem báru ábyrgð fengu síðar áhrifastöður hjá hinu opinbera, og við sjáum það aftur og aftur í stjórnmálum, þar sem ráðherrar sem þurfa að segja af sér vegna mistaka snúa iðulega til baka í önnur ráðuneyti eða embætti. Ábyrgð er sjaldnast tekin – hún er bara flutt til.

Merkilegt er líka að sjá hvernig stjórnmálamenn sofa varla fyrir áhyggjum af „alþjóðlegum skuldbindingum“, en virðast alveg gleyma kjósendum sínum. Hverjir eiga að sitja í forgangi – íslensk þjóð eða alþjóðlegar stofnanir sem hafa lengi verið þekktar fyrir woke-hugsjónir og einhliða túlkanir?

Grímur vill meina að ekkert sé hægt að gera nema með blessun Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu. En hafa Danir sagt sig frá þessum samningum? Nei – þeir hafa hins vegar sett sínar reglur á eigin forsendum. Það sem Grímur skrifar stenst því hvorki rök né raunveruleika.

Við stöndum frammi fyrir einföldu vali: Eigum við að láta alþjóðlegar stofnanir stjórna framtíð landsins – eða ætlum við að verja fullveldi okkar og hagsmuni íslensku þjóðarinnar? Ísland á ekki að vera leiksoppur woke-stofnana.

Ísland á að vera sjálfstæð þjóð sem tekur sínar ákvarðanir sjálf.


Bloggfærslur 2. október 2025

Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 86
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 266
  • Frá upphafi: 10119

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband