Færsluflokkur: Fjármál

Eru þetta mistök – eða meðvituð stefna?

Í gær viðurkenndi Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, að gagnrýni á Seðlabankann væri réttmæt: það tekur of langan tíma að ná verðbólgu niður. Samt ákvað peningastefnunefndin að halda vöxtum óbreyttum í 7,5%. Spáin er sú að verðbólga verði ekki búin að ná markmiði fyrr en árið 2027.

Tvö ár í viðbót af háum vöxtum. Tvö ár þar sem heimilin berjast í bökkum og lítil og meðalstór fyrirtæki kafna undir skuldum og þrýstingi.
Spurningin er einföld: Er þetta klaufaleg efnahagsstefna – eða er þetta meðvitað valin leið?

Mynstrið er ekki nýtt

Sama sagan er sögð víða um heim: hækkandi vextir, þyngri skattar, auknar kvaðir, dýrt lánsfé. Fólki er gert erfiðara að lifa daglegu lífi, á meðan alþjóðlegir fjármálarisar og stórfyrirtæki ekki aðeins sitja eftir tiltölulega ósködduð, heldur græða meira á ástandinu.

Þetta fellur fullkomlega að stefnu World Economic Forum (WEF), Agenda 2030 og The Great Reset. Hugmyndin um Stakeholder Capitalism er kynnt sem falleg framtíðarsýn, að stórfyrirtæki beri ábyrgð gagnvart samfélaginu. Í raun felur hún í sér að ákvarðanir færast frá almenningi og lýðræðinu, til fjármálakerfisins, stórfyrirtækja og alþjóðlegra stofnana.

Sýndarlausnin – þegar við erum komin á hnén

Þetta virkar alltaf á sama hátt:

  1. Heimili, smá og meðalstór fyrirtæki eru kæfð hægt og rólega undan skuldum, háum vöxtum og verðbólgu.
  2. Þegar þolmarkinu er náð, birtast þessi öfl með „lausnirnar“: græna umbreytingu, stafræna auðkenningu, aukna miðstýringu og nýtt jafnvægi, allt kynnt sem björgun en er í reynd leið til að færa vald og gróða enn frekar til fjármálarisa, alþjóðlegra stofnana, stórfyrirtækja og þeirra pólitísku afla sem tengjast þessum hagsmunum.
  3. Þá á almenningur að fagna „björguninni“, þó hún feli í sér enn miðstýrðara kerfi, þar sem þessi sömu öfl fá enn meiri völd.

Slagorðið You’ll own nothing and be happy – „Þú munt ekkert eiga og vera ánægð/ur“, hefur ekki orðið táknrænt að ástæðulausu.

Spurningin sem við verðum að spyrja

Þurfum við virkilega að bíða fram til ársins 2027 eftir að verðbólgumarkmiði sé náð? Eða er Seðlabankinn, líkt og fleiri alþjóðlegar stofnanir einfaldlega að fylgja handritinu: að halda þrýstingnum á almenning, svo „björgunarpakkinn“ frá fjármálakerfinu og WEF-tengdum aðilum virðist óumflýjanlegur?

Er þetta klaufaskapur, eða meðvituð stefna fjármálakerfisins, WEF og samtengdra stórfyrirtækja til að þrýsta okkur inn í nýtt, miðstýrt hagkerfi?


Um bloggið

Hvers vegna spyr enginn af hverju?

Höfundur

Arnar Freyr Reynisson
Arnar Freyr Reynisson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 83
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 333
  • Frá upphafi: 7474

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 279
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband