Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 21. september 2025
Að falla fyrir eigin leikreglum
Það er athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum vinstrisins í málinu um Jimmy Kimmel. Á samfélagsmiðlum er fullyrt að Trump hafi tekið málfrelsið eins og forsetinn sjálfur hafi hringt í ABC og fyrirskipað uppsögn hans. Slík framsetning er bæði óraunhæf og fáránleg. Heldur fólk í alvöru að leiðtogi stærsta ríkis heims hafi tíma og ekkert mikilvægara að gera en að sitja yfir kvöldþáttum og ritskoða brandara? Sú mynd segir meira um hugarheim gagnrýnenda en raunveruleikann.
Staðreyndirnar eru einfaldar:
- Kimmel fór með brandara sem sprakk í andlitið á honum.
- Stærstu dreifingaraðilarnir neituðu að sýna þáttinn.
- Áhorf á þætti hans voru á hraðri niðurleið.
- FCC minnti á reglurnar um bann við klámi, grófu orðfæri, lygum og ósiðlegu efni.
- Disney/ABC tóku viðskiptalega ákvörðun.
En auðvitað er þetta allt Trump að kenna. Í hugarheimi vinstrisins er hann persónugervingur alls sem miður fer eins og púkinn sem býr undir rúminu.
Hér kemur kaldhæðnin: sama fólkið sem nú talar um skert málfrelsi hefur sjálft cancel-að hálfan heiminn síðustu ár. Þeir sem misstu vinnuna, vettvanginn eða mannorðið fyrir að segja eitthvað sem hljómaði ekki rétt í vinstri eyrum voru þeir ekki líka með málfrelsi? Eða gildir það bara þegar brandarinn kemur frá þeirra liðsmönnum?
Og við skulum hafa eitt á hreinu: málfrelsi þýðir ekki að segja hvað sem er án afleiðinga. Ef stjórnvöld hefðu lokað á persónulega YouTube-rás Jimmy Kimmel, þá væri verið að ráðast á málfrelsið. En þegar einkafyrirtæki segir þetta er slæmur business og tekur þáttinn af dagskrá? Það eru afleiðingar, ekki kúgun.
Kannski er lærdómurinn þessi:
Þegar vinstrið finnur fyrir sömu meðferð og það hefur sjálft beitt aðra árum saman, þá er það ekki lengur réttlæti heldur árás á frelsið.
Sannleikurinn er einfaldur: Jimmy Kimmel var ekki rændur málfrelsi hann féll fyrir eigin leikreglum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. júní 2025
Hættum að biðjast afsökunar fyrir að verja okkar siðmenningu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hvers vegna spyr enginn af hverju?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 40
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 9902
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar